Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Val 1-0 í 1. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu.
Grindavíkurliðið kom skemmtilega á óvart og hefði hæglega getið fengið stig úr leiknum en tvö dauðafæri fóru forgörðum og heppnisstimpill var yfir sigurmarki Vals í seinni hálfleik.
Grindavíkurliðinu var spáð falli í úrvalsdeildinni en Val titlinum og átti því flestir von á auðveldum sigri heimastúlkna. En annað kom á dag, baráttugleði þeirra gulklæddu var til fyrirmyndar og með framherjann skjóta Shanku Gordon eru okkar stúlkur alltaf líklegar til þess að ógna fram á við. Emma Higgins markvörður Grindavíkurliðsins var maður leiksins en hún varði oft á tíðum frábærlega vel. Þá var gaman að sjá kempurnar Hólmfríði Samúelsdóttur og Ágústu Jónu Heiðdal sem stóðu sig feikilega vel.
Mynd: vf.is