Stjarnan 3 – Grindavík 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Annar leikur Grindavíkur í fótbolti.net mótinu fór fram í gær í Kórnum

Mættir þar strákarnir Stjörnunni sem komust yfir í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum frá Garðari Jóhannssyni.  Pape minnkaði muninn eftir hálftíma leik þegar hann skoraði með hælnum eftir sendingu frá Óla Baldri.  Pape hefur þar með skorað í 4 æfingarleikjum í röð og er að koma ágætlega út fyrir okkur.  Sterkur í loftinu þegar boltanum er sparkað fram og ávallt hættulegur, átti m.a. upplagt færi snemma í seinni hálfleik en sparkaði yfir.

Það vantaði nokkra leikmenn í lið Grindavíkur í gær og “nýjir” menn á miðjunni.  Óskar var í marki, Ólafur, Markó og Matthías aftastir.  Á köntum/bakverðir voru Ray og Óli Baldur.  Páll og Alex Freyr Hilmarsson, sem kom frá Sindra, og Scotty á miðjusvæðinu og Pape og Magnús fremstir.

Sindri Már Sigurjónsson bætti svo þriðja markinu við undir lokinn.  Eftir tvo leiki er Grindavík í öðru sæti með 3 stig á eftir Stjörnunni sem er með 4 stig.  Næsti leikur er gegn Selfossi í Kórnum á laugardaginn.

Af öðrum leikmannafréttum er það að frétta að tveir danir eru væntanlegir til reynslu á næstu dögum. Þetta eru miðjumenn sem eru með lausa samninga frá sínum liðum.