Grindavík sótti stig norður á Akureyri í gær þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Þór
Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Víking. Jósef kom inn í staðinn fyrir Matthías og Magnús inn fyrir Winters.
Ekki var mikið um færi í leiknum en bestu færin voru okkar meginn. Óli Baldur komst glæsilega einn inn fyrir vörn Þórsara en skot hans geigaði. Brotið var á Orra innan vítateigs og í stað þessa að láta sig falla þá hélt hann áfram en peysutogið kostaði hann betra færis.
Annar 0-0 leikurinn í röð því staðreynd og átti Grindavík ágæta möguleika á að vinna báða leikina. En margt jákvætt er að hægt að taka frá síðustu umferðum. Með stiginu í gær eru 7 stig niður í fallsæti og því rúmlega tveir sigurleikir hjá Fram.
Tveir leikir í röð þar sem liðið heldur hreinu og aðeins fengið á sig 3 mörk í síðustu 5 umferðum.
Liðið hefur ekki tapað leik í ágúst, einn sigur og 4 jafntefli frá því að Fylkir sigraði 4-1 þann 24.júlí.
Nú verður gert landsleikjahlé á Íslandsmótinu og næsti leikur ekki fyrr en eftir tæplega 2 vikur þegar við fáum Stjöruna í heimsókn 11.september.