Stelpurnar á sigurbraut

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eftir að hafa náð aðeins í 1 stig í fyrstu 11 umferðunum hafa stelpurnar í meistarflokki kvenna snúið við blaðinu og lönduðu sínum 3 sigur í röð í kvöld.

Núna var það Þróttur sem mætti á Grindavíkurvöll og komust Grindavík í 3-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn í 3-2 undir lokin.

Dernelle skoraði fyrstu tvö á 34. og 45. mínútu og Shaneka kom stelpunum í 3-0 með marki á 71. mínútu.
Athygli vekur að í liði Grindavíkur í kvöld komu margar ungar stúlkur við sögu.  Tvær eru fæddar 1995, sex fæddar 1994 og ein 1997!

Grindavík er því komið upp að hlið KR með 10 stig en næsti leikur er einmitt gegn KR föstudaginn 26. ágúst í Reykjavík sem gæti orðið úrslitaleikur hvort liðið haldi sér uppi.

Viðtal við Jón Þór

Viðtal við Ágústu Jónu