Símon Logi Thasaphong hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út keppnistímabilið 2024. Símon er 21 árs gamall og leikur stöðu sóknar- og vængmanns. Hann hefur leikið 54 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk.
Símon Logi er uppalinn hjá félaginu en lék hjá GG á láni tímabilið 2018. Hann lenti í mjög slæmum meiðslum og var frá allt tímabilið 2020 en hefur undanfarin tvö tímabil verið í stærra hlutverki hjá Grindavík.
„Það eru frábærar fréttir fyrir félagið að Símon Logi verði áfram í Gindavík. Hér er hans framtíð og hjarta hans slær fyrir Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
„Það býr mikið í Símoni Loga og ég er þess fullviss að hann muni halda áfram að bæta sig sem knattspyrnumaður hjá okkur í Grindavík á næstu árum.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að einn af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.
Áfram Grindavík!