Sigurður Bjartur Hallsson hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Sigurður Bjartur er 21 árs framherji og vængmaður sem er uppalinn hjá félaginu.
Sigurður hefur leikið 44 leiki í deild og bikar með Grindavík og hefur skorað 11 mörk. Hann átti gott tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar og skoraði 8 mörk fyrir félagið og var markahæsti leikmaður liðsins.
„Sigurður Bjartur hefur tekið miklum framförum á síðastliðnu ári og það sést best á frammistöðu hans í sumar. Við í þjálfarateyminu höfum mikla trú á leikmanninum og teljum að hann geti orðið enn betri fyrir Grindavík á næsta keppnistímabili,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að hafa tryggt sér þjónustu Sigga á næsta keppnistímabili og væntum við mikils af honum í framtíðinni!