Sigurbjörg framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sigurbjörg Eiríksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Sigurbjörg er uppalin hjá Grindavík og lék með yngri flokkum félagsins.

Sigurbjörg leikur í stöðu hægri bakvarðar og hefur leikið 30 leiki í deild og bikar á ferlinum. Hún lék 17 leiki með Grindavík á síðustu leiktíð sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna.

„Við erum afar ánægð með að Sigurbjörg verði áfram hjá Grindavík næstu tvö keppnistímabil. Hún hefur bætt sig mikið á undanförnum árum og við væntum mikils af henni í sumar. Sigurbjörg er góður liðsmaður og leggur sig alla fram fyrir liðið,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður kvennaráðs.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Sigurbjörg verði áfram í gulu næstu tvö ár!