Grindavík sigraði KR í fyrsta leik 1.deild kvenna í gærkveldi. Leikar enduðu 4-3 fyrir Grindavík.
KR var spáð efsta sæti í riðlinum og því fyrirfram erfiður útileikur
Sara Hrund Helgadóttir skoraði á 21. mínútu úr víti, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir bætti við marki mínútu síðar. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði svo þriðja markið á 28. mínútu. Fjögur mörk á 7 mínútum.
Anna kom Grindavík í 4-1 á 56. mínútu og var sigurinn því öruggur. Heimastúlkur minnkuðu muninn með tveimur mörkum en okkar stúlkur héldu út og sigruðu.
Frú kvennabolti-Grindavík, Petra Rós, tók nokkrar áhugaverðar staðreyndir um liðskipan í gær.
“15 af 18 leikmönnum á skýrslu liðsins í gær eru Grindvíkingar. Og ein af þessum 3 sem ekki eru úr Grindavík hefur búið hérna í nokkur ár
Einnig eru báðir þjálfarar liðsins Grindvíkingar sem og sjúkraþjálfarinn okkar”