Sigur í markaleik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði sinn fyrsta leik í 1.deild kvenna í gær þegar þær tóku á móti Völsungi

Fram að leiknum í gær hafði Grindavíkurliðið tapað tveimur fyrstu leikjunum og því kominn tími á að landa fyrstu stigunum. Það gerðu þær með stæl í gær í miklum markaleik, 5-4.  

Margrét Albertsdóttir skoraði fyrstu þrjú mörk Grindavíkur og Þórkatla Sif Albertsdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir bættu við mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Grindavík spilar í B riðli Íslandsmótsins og er næsti leikur gegn HK/Víking næstkomandi miðvikudag.

Myndin hér að ofan er frá Grindavíkurliðinu í fyrra en leikmannahópurinn hefur breyst þónokkuð síðan.