Grindavík nældi sér í sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum um helgina þegar stelpurnar sigruðu Aftureldingu 5-1
Leikið var í Reykjaneshöllinni laugardaginn 30 apríl.
Grindavík er því allt að koma þegar smá saman bætist í hópinn og markmið sumarsins er að sýna að spárnar um slæmt gengi í sumar eiga ekki við rök að styðjast.
Íslandsmótið, Pepsi deild kvenna, hefst laugardaginn 14.maí með stórleik á Vodafone vellinum þegar Grindavík heimsækir Valsstúlkur.
Fyrsti heimaleikurinn er gegn Þór/KA sunnudaginn 22.maí.