Sala árskort hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir tímabilið hjá meistaraflokkum félagsins. Að þessu sinni ætlar deildin að beina ársmiðasölu sinni í gegnum miðasölu forritið Stubb sem selur miða á efstu deildir karla og kvenna.

Árskortið gildir á alla deildarleiki hjá meistaraflokkum félagsins, karla og kvenna.

Verðskrá:

Einstaklingskort: 11.990
Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna á Grindavíkurvelli tímabilið 2020

Ungmenni (16-25 ára): 5.990
Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna á Grindavíkurvelli tímabilið 2020

Hjónakort: 17.990
Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir tvo á Grindavíkurvelli tímabilið 2020

Stuðningmannakort: 50.000
Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna fyrir tvo á Grindavíkurvelli tímabilið 2020
Matur og drykkur að eigin vali í Gjánni fyrir tvo á leikdegi*

Við hvetjum alla stuðningsmenn til ná í Stubb í App Store eða Google Play og kaupa árskort strax í dag!

Hér má sækja Stubb – miðasöluapp.

Þeir sem vilja kaupa árskort á gamla mátann er bent á að hafa samband við knattspyrnudeild Grindavíkur með tölvupósti á umfg@centrum.is

*Veitingar verða á flestum heimaleikjum Grindavíkur í sumar.