Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir leiki sumarsins hjá meistaraflokkum félagsins í Lengjudeildinni. Stuðningsmönnum býðst að kaupa fjórar tegundir af árskortum sem gilda á alla heimaleiki félagsins í deildinni í sumar.

Öll kortin eru komin í sölu í miðasöluappinu Stubbi. Þeir sem kaupa árskort í stubbi fá miðanna sjálfkrafa inn í appið. Einnig vera gefin út kort sem verða afhent í Gula húsinu eða senda heim í pósti.

www.stubbur.app

💙 Árskort – 11.990 kr.-
– Aðgangur að öllum deildarleikjum Grindavíkur karla og kvenna á Grindavíkurvelli fyrir korthafa
– Kaffi í hálfleik

🤍 Silfurkort – 17.990 kr.-
– Aðgangur að öllum deildarleikjum Grindavíkur karla og kvenna á Grindavíkurvelli fyrir korthafa og maka
– Kaffi í hálfleik fyrir 2

💛 Gullkort – 29.990
– Aðgangur að öllum deildarleikjum Grindavíkur karla og kvenna á Grindavíkurvelli fyrir korthafa, maka og börn.
– Kaffi fyrir leik og í hálfleik
– Aðgangur að GrindavíkTV
– Aðgangur að VIP í hálfleik

💜 Ungmennakort – 5.990 (16-25 ára)
– Aðgangur að öllum deildarleikjum karla og kvenna

Frítt er á alla heimaleiki Grindavíkur fyrir börn 15 ára og yngri og iðkendur. Í ár munu allir iðkendur knattspyrnudeildar fá sérstakt iðkendakort en sé því framvísað á leikdegi fær foreldri 50% afslátt af miðaverði.

Hægt er að kaupa miða í miðasöluappinu Stubbi. Einnig er hægt að panta árskort með tölvupósti á umfg@centrum.is. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra UMFG, Jón Júlíus, í síma 849-0154.

Áfram Grindavík!