Robert og Derek farnir heim

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Skotarnir Robert Winters og Derek Young eru farnir aftur heim til Skotlands.

Báðir ætla að reyna að landa samning í heimalandi sínu og fóru því áður en félagskiptaglugginn lokaðist 1.september samkvæmt samningi sínum.  

Robert Winters spilaði 14 leiki í deildinni og skoraði þar 3 mörk. Auk þess spilaði hann í 3 bikarleikjum.

Derek Young kom hinsvegar seinna til liðsins og spilaði 5 leiki og náði því þeim einstaka árángri að spila með Grindavíkurliðinu án þess að tapa leik.