Risapottur í 1×2 á laugardaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 

Í tilefni af því ætlum við að opna getraunaþjónustuna í gula húsinu um helgina, opið verður frá kl. 11.00 – 13.00 á laugard. og verður það opnunartíminn í vetur þar til annað verður tilkynnt. 

 

Við ætlum að selja hlut í stórum seðli um helgina sem allir geta keypt sig inní! Seðillinn kostar 157.500 kr.- tæpar og verða því seldir 63 hlutir á 2.500 kr.- í þetta kerfi, fyrstur kemur fyrstur fær!

 

Svona verður seðillinn (opinn seðill)

1. Skotland – Serbía

2. Brentford – Colchester

3. Bury – Preston

4. Crewe – Tranmere

5. Doncaster – Oldham

6. Hartlepool – Carlisle

7. Notts C. – Shrewsbury

8. Scunthorpe – Sheff.Utd.

9. Swindon – L. Orient

10. Walsall – MK Dons

11. Yeovil – Bournemouth

12. Northamp – AFC Wimbl.

13. Port Vale – Rotherham

 

Eins og áður segir þá getur hver sem er verið með í þessu fyrir einungis 2.500 kr.- Þetta er bara eins og að lotta.

Kannski fáum við 13 rétta og góðan pening! Kannski 9 rétta og ekkert! Komdu og fáðu þér kaffi með okkur upp í gula húsi og meðlæti frá Hérastubb bakara og taktu þátt með okkur. Þetta hleypir upp spennunni í landsleikjahelginni sem er oftar en ekki frekar óspennandi í boltanum. Svo má ekki gleyma því að knattspyrnudeildin fær hærri prósentu af seldum röðum upp í gula húsi en þeim röðum sem seldar eru í sölukössunum og einkatölvum.

Allir velkomnir