Óskar Pétursson skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þau gleðilegu tíðindi bárust úr herbúðum knattspyrnudeildinnar að Óskar Pétursson skrifað undir nýjan samning í kvöld.

Samningurinn er til þriggja ára og gildir því til 2015.

Óskar var valinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildarinnar og á dögunum var hann fyrir valinu sem íþróttamaður Grindavíkur.  

Með meistaraflokki Grindavíkur hefur hann spilað 84 leiki frá því að hann tók við markmannshönskunum 2007 en að auki á hann að baki 5 leiki með yngri landsliðum Íslands.