Óskar Pétursson á EM

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hópinn sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Danmörku í júní.  Óskar Pétursson er einn af þremur markmönnum í hópnum.

Baráttan um stöðurnar þrjár hefur verið hörð og hefur Óskar eflaust gulltryggt sér sætið með mjög góðum leik í gær.

Óskar sem á að baki einn leik með U-21 og fimm með U-19 hafði þetta að segja eftir að valið var gert kunngjört
“Ég er gríðarlega ánægður með það,  það voru aðrir markmenn farnir að gera sig líklega en ég þurfti bara stíg upp, sýna karektar og það tókst” 
“Við erum ekkert að fara út bara til að vera með, þetta lið er mjög gott og við ætlum okkur upp úr riðlinum og tryggja okkur sæti á Olympíuleikunum 2012”  

Um undirbúningin sagði hann “Mótið er náttúrulega í fullu gangi hér heima þannig að undirbúningurinn er stuttur, við eigum leik við Stjörnuna 6.júní og svo er flogið út 8.júní” 

Athygli vekur að ekkert pláss virðist vera fyrir Jósef Kristinn Jósefsson en meiðsli hans upp á síðkastið hefur eflaust kostað hann sætið.

Landslið Íslands mun verða skipað eftirfarandi leikmönnum:

Markverðir:
Arnar Darri Pétursson (SønderjyskE)
Haraldur Björnsson (Valur)
Óskar Pétursson (Grindavík)

Varnarmenn:
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Hjörtur Logi Valgarsson (IFK Gautaborg)
Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)
Hólmar Örn Eyjólfsson (West Ham)
Jón Guðni Fjóluson (Fram)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Birkir Bjarnason (Viking)
Bjarni Þór Viðarsson (Mechelen)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Gylfi Þór Sigurðson (Hoffenheim)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Almarr Ormarsson (Fram)

Framherjar:
Alfreð Finnbogason (Lokeren)
Björn Bergmann Sigurðarson (Lilleström)
Kolbeinn Sigþórsson (AZ)
Arnór Smárason (Esbjerg)
Rúrik Gíslason (OB)