Ósigur í Mosfellsbænum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík náði ekki að tryggja sér fyrstu stig sumarsins þegar þær mættu Aftureldingu á þriðjudaginn.

Eftir naumt tap gegn Val og Þór/KA í fyrstu umferðunum var komið að Aftureldingu.  Grindavík byrjaði leikinn vel og komst Shaneka í nokkur ágætis færi.  Jacqceline T Des Jardin, markvörður Aftureldingu, sá hins vegar við henni.  

Í hálfleik var staðan 0-0 en heimastúlkur komust yfir á 50. mínutu, annað markið var á 66. mínútu og þriðja og síðasta á 80. mínútu.   Afturelding var því mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og dugði góð byrjun í fyrri hálfleik ekki okkar stúlkum.

Næsti leikur er gegn Breiðablik hér í Grindavík 8.júní