Örvar Logi Örvarsson er genginn til liðs við Grindavík á láni frá Stjörnunni. Örvar er á 19. aldursári og leikur stöðu vinstri bakvarðar.
Örvar lék á láni með KFG á síðstu leiktíð í 3. deildinni en hefur einnig komið við sögu hjá Stjörnunni á undirbúningstímabilinu. Örvar lék æfingaleik með Grindavík sl. föstudag í sigri gegn Reyni Sandgerði og stóð sig vel.
„Ég er ánægður með að fá Örvar til liðs við okkur. Þetta er ungur og spennandi leikmaður sem býr yfir mikilli hlaupagetu,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.
Örvar verður kominn með leikheimild fyrir fyrsta leik Grindavíkur í Lengjudeildinni á föstudag gegn Aftureldingu.
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Örvar Loga velkominn til Grindavíkur!