Ólafur Örn spilar áfram með Grindavík en hættir sem þjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ólafur Örn Bjarnason hefur ákveðið að halda áfram sem leikmaður Grindavíkurliðsins en stíga til hliðar sem þjálfari. 

Ólafur Örn sýndi síðasta sumar að hann er enn einn allra öflugasti varnarmaðurinn í Pepsideildinni og átti stóran þátt í því sem leikmaður að Grindavík hélt sæti sínu í deildinni. Ólafur Örn vill einbeita sér að því að spila næsta sumar en hefur fullan hug á því að halda áfram þjálfun í framtíðinni.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur virðir ákvörðun Ólafs Arnar og fagnar því að hann vilji halda áfram sem leikmaður félagsins, sem sýnir umfram allt hversu mikill karakter hann er. Leit að nýjum þjálfara liðsins er þegar hafin.