Oddur Ingi kemur á láni frá KR

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið Odd Inga Bjarnason að láni frá KR fyrir tímabilið í 1. deild karla. Oddur Ingi leikur á hægri vængnum og býr yfir miklum hraða. Hann er tvítugur að aldri og hefur nýlega framlengt samning sinn við KR.

Hann lék með KV í fyrra sem spilaði í 3. deild og skoraði hann 7 mörk með þeim í 15 leikjum. Símon Thasaphong, sem vonir stóðu til að fengi tækifæri með liði Grindavíkur í sumar, meiddist illa fyrr í vetur og verður frá næstu mánuði. Oddur Ingi mun því leysa hann af hólmi.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Odd Inga velkominn til Grindavíkur og hlökkum við til að sjá þennan efnilega leikmann í gulu á vellinum í sumar.