Grindavík gerði 2-2 jafntefli við Fram í kvöld í fjórtándu umferð Pepsi deild karla.
Grindavík var líkt og í KR leiknum komið í 4 manna vörn skipuð Ólafi Erni, Mikael, Ray og Matthíasi. Markó og Alexander þar fyrir framan. Ian Wiliamson fyrir framan þá og Magnús og Scotty á köntunum með Ameobi fremstan. Okkar besti maður, Óskar Pétursson, var svo að sjálfsögðu í markinu.
Grindavík byrjaði ágætlega og voru nokkuð hættulegir. Frammarar beittu á móti skyndisóknum og í heildina var fyrri hálfleikurinn ágæt skemmtun. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði mark gestanna á 26. mínútu.
Seinni hálfleikurinn var betri hjá strákunum þar sem spilið gekk ágætlega upp, allavega á tveim þriðju hluta vallarins en háar sendingar inn í teig voru oftast hreinsaðar burt af varnarmönnum Fram. Það sem vantaði var meiri trú og vilji og þá hefði Grindavík farið með sigur í kvöld. Ian Williamson jafnaði leikinn á 56. mínútu og líst mér betur og betur á hann með hverjum leiknum. Framarar komumst aftur yfir á 72. mínútu en Hafþór Ægir Vilhjálmsson bjargaði stiginu fyrir Grindavík með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á 85. mínútu.
Jákvæðasta við leikinn er að Fram náði ekki í öll 3 stigin og hefur því ekki stungið okkur og Selfoss af. Grindavík situr líkt og áður í 12. sæti en núna með 7 stig, Selfoss, sem tapaði 5-2 fyrir FH í kvöld, í 11 sæti með 8 stig og Fram í 10. sæti með 13 stig.
Annar jákvæður punktur var að undir lokinn sást Alexander Magnússon í kunnulegri stöðu þar sem hann spilaði sem bakvörður. Alexander er einfaldlega einn af betri bakvörðum deildarinnar og vonandi verður hann jafngóður miðjumaður ef halda á áfram þeirri stefnu.
Í næstu umferð mætast Fram og Selfoss á meðan Grindavík fer á Samsung völlinn og mæta Stjörnunni sem tapaði í kvöld fyrir Keflavík 1-3.
Leikirnir fara fram á sunnudaginn klukkan 19:15