Grindavík hefur gert samning við Iain Williamson sem er 24 ára miðjumaður og kemur hann frá Raith Rovers í Skotlandi
Ian er fæddur 12 janúar 1988 í Edinborg en tók sín fyrstu skref í meistaraflokki með Dunfermline Athletic 2007. Þar var hann í tvö ár þangað til hann var lánaður til Raith Rovers.
Williamson hjálpaði Raith Rovers að sigra skosku aðra deildina 2009 og árið eftir varð hann annar markahæstur í liðinu með 7 mörk þrátt fyrir að hafa verið meiddur í 4 mánuði.
Þess má geta til gamans að Raith Rovers komst eitt árið í Evrópukeppnina en það var árið 1995 þar sem þeir mættu ÍA og þá væntanlega Kristni Reimarssyni sem var þá liðstjóri ÍA.