Knattspyrnudeild Grindavíkur samdi í dag við tvo nýja leikmenn, þá Matarr Jobe og Tomi Ameobi.
Landsliðsmaður Gambíu, Matarr Jobe (kallaður Nesta), hefur gengið til liðs við Grindavík frá Val. Nesta, sem kom til Vals fyrir 18 mánuðum, er hafsent, fæddur 1992 og var fyrirliði U-17 ára liðs Gambíu sem urðu Afríkumeistarar 2009. Samningurinn við Nesta er til þriggja ára.
Tomi Ameobi skrifaði undir 2 ára samning en hann var í BÍ /Bolungarvík undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 12 mörk í 25 leikjum.