Mirza Hasecic semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur gert samning við Mirza Hasecic sem mun leika með Grindavík út tímabilið 2022. Mirza er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið bakvarðarstöður, á væng eða á miðju.

Mirza er 23 ára gamall en var frá allt síðasta keppnistímabil vegna meiðsla. Hann er búsettur hér í Grindavík en er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirði og hefur alls leikið 83 leiki í deild og bikar. Mirza hefur skorað 15 mörk í þessum leikjum.

„Mirza hefur staðið sig vel á æfingum hjá liðinu á undanförnum vikum og hann mun styrkja okkar leikmannahóp. Hann er að koma tilbaka eftir erfið meiðsli og hefur mikið að sanna. Við erum mjög ánægðir að hann verði með okkur næstu árin,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Mirza er í háskólanámi í Bandaríkjunum í St. Lois háskólanum. Hann er væntanlegur aftur til Íslands í lok apríl og mun ná öllu tímabilinu með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Þess má einnig geta að faðir Mirza er Nihad Cober Hasecic sem þjálfar í yngri flokkum Grindavíkur.

Við fögnum því að fá Mirza til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hann í gulu treyjunni í sumar.

Áfram Grindavík!