Grindavík hefur gert samning út tímabilið við framherjann Mimi Eiden og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar.
Mimi hefur leikið með University of Montana í Bandaríkjunum og einnig University of North Dakota á háskólaferli sínum. Hún ólst upp í Bandaríkjunum en leikur fyrir landslið Líberíu. Hún er 22ja ára gömul.
„Ég er mjög ánægður með að fá Mimi til liðs við okkur í Grindavík. Þetta er framherji sem passar mjög vel inn í okkar leikstíl og styrkir okkar lið í fremstu víglínu,“ segir Jón Óli Daníelsson, þjálfari Grindavíkur.
Von er á Mimi til landins um miðjan febrúar.
Áfram Grindavík!