Miði í undanúrslit tryggður

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Bikarævintýrið heldur áfram með sigri Grindavíkur á Víking í gær 3-0

Grindavík komst yfir á 33 mínútu þegar Pape skoraði örugglega. Hann átt skömmu áður skot í stöng og Magnús og Scotty nálægt því að bæta við marki fyrir hlé.

Seinni hálfleikurinn byrjaði vel því Alexander skoraði mark strax á fystu mínútu seinni hálfleiks eftir undirbúning frá Pape.  Það var svo Ray sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 78 mínútu með glæsilegur skoti.

Grindavík er því komið áfram í 4 liða úrslit og næsti leikur á Laugardalsvellinum. Þau lið sem eru í pottinum ásamt okkar mönnum er Þróttur, KR og annahvort Fram eða Stjarnan en liðin mætast í dag.

Leikskýrslan

Umfjöllun á mbl.is
Umfjóllun á vísir.is
Umfjöllun á fótbolti.net

Viðtal við Guðjón
Viðtal við Pape 

Mynd að ofan er úr myndagallerý frá leiknum í gær teknar af Hrafnhildi Heiðu Gunnlaugsdóttir fyrir fótbolti.net