Margrét Hulda framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Margrét Hulda Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö ár eða út tímabilið 2022. Margrét Hulda er 21 árs gömul og ólst upp hjá Keflavík. Hún hefur leikið með Grindavík undanfarin þrjú tímabil, leikið 37 leiki og skorað 5 mörk fyrir Grindavík.

Margrét meiddist mjög illa tímabilið 2019 og var lengi frá vegna meiðsla. Hún var komin aftur á ról á síðasta tímabili og hefur nú náð sér að fullu. Margrét leikur sem sóknar- eða kantmaður.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Margrét verði áfram hjá félaginu og væntum við mikils af henni á næstu árum.