Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og verður henni dreift í öll hús.
Leikskrána má jafnframt skoða hér á vefnum. Leikskráin er 48 blaðsíður stútfull af skemmtilegu efni sem tengist fótboltanum í bænum. Jafnframt verður dagatali knattspyrnudeildarinnar dreift með Leikskránni.
Á meðal efnis í leikskránni er ítarlegt viðtal við Ray Anthony Jónsson sem upplifði mikið ævintýri þegar hann lék með landsliði Filippseyja í vetur. Þá eru viðtöl við Óla Baldur Bjarnason, Yacine Si Salem, Önnu Þórunni Guðmundsdóttur, Ágústu Jónu Heiðdal og þjálfara meistarflokka Grindavíkur. Þá er fjalla um yngri flokkana, 2. flokk, sagt frá lokahófum síðasta árs í máli og mydum, svipmyndir eru úr starfinu, myndasyrpur frá herrakvöldi, æfingaferð til Spánar og kynning á meistaraflokkunum, svo eitthvað sé nefnt.
Leikskránni verður einnig dreift á heimaleikjum karla- og kvennaliða Grindavíkur og víðar.