Grindavík fer í efra Breiðholtið í dag þar sem þeir mæta Leikni í 18.umferð 1. deild karla. Heil umferð fer fram í dag og spennan mikil um sæti í efstu deild.
Grindavík situr á toppi deildarinnar með 33 stig en Leiknir í 6. sæti með 28 stig. Upplagt er að byrja Menningarnóttina á því að styðja við strákana á Leiknisvelli. Liðin hafa tvisvar mæst á Leiknisvelli, 2007 sigraði Grindavík 2-0 með mörkum frá Paul McShane og Scott Ramsay. Árið 2001 mættust liðin í Coca-Cola bikarnum þar sem Paul McShane, Sinisa Kekic, Óli Stefán Flóventsson og Grétar Ólafur Hjartarson skorðu mörkin i 4-1 sigri.