Lokahóf knattspyrnudeildarinnar og var meðal atriði tilkynnt hverjir voru leikmenn ársins.
Stinningskaldi kaus Guðmund Egill Bergsteinsson sem efnilegastann og Óskar Pétursson var kjörinn besti leikmaður ársins.
Milan Stefán Jankovic veitti verðlaun hjá 2. flokki karla. Guðmundur Egill Bergsteinsson var þar kjörinn besti leikmaður og Sævar Ólafsson og Bjarni Þórarinsson tóku mestu framförum.
Jón Þór Guðbrandsson veitti verðlaun fyrir meistaraflokk karla. Þar fékk Íris Eir Ægisdóttir sérstök hvatningarverðlaun. Shaneka Gordon fékk “gullskóinn”, Ingibjörg Yrsla Ellertsdóttir sú efnilegasta og Emma Higgins sú besta. Sarah Wilson var í þriðja sæti og Shaneka Gordon í öðru.
Fyrir hönd meistaraflokks karla veitti Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari og markaskorari, viðurkenningar. Magnús Björgvinsson skoraði 7 mörk í deildinni og því markahæstur og einnig þriðji í vali á leikmanni ársins. Óli Baldur Bjarnason besti ungi leikmaðurinn. Í öðru sæti yfir leikmann ársins var Alexander Magnússon fyrir valinu og engum kom á óvart að Óskar Pétursson var kosinn besti leikmaður ársins af öðrum leikmönnum liðsins, þjálfurum og stjórnarmönnum. Til gamans má sjá á vef visir.is yfirlit yfir flottustu markvörslur Óskar í sumar.