Grindavík mætir Keflavík í Lengjudeild karla á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en bæði lið hafa farið ágætlega af stað í deildinni og eru með sex stig að loknum þremur umferðum.
🏟️ Grindavíkurvelli verður skipt í tvö hólf í dag til rúmar völlurinn 1000 áhorfendur. Inngangur Keflavíkur verður norðanmegin eða nær Þorbirni. Hægt er að nýta sér salerni á veitingastaðnum Salthúsið sem er við hlið sundlaugar. Inngangur Grindavíkur verður sunnanmegin eða nær höfninni. Hvetjum við stuðningsmenn til að nýta sér bílastæði við Hópið. (Sjá skýringamynd).
💸 Miðasala fer fram í appinu Stubbi en þar er hægt að kaupa miða á alla leiki í deildum KSÍ. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganga á gamla mátann. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 1.500 kr.- fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Frítt er fyrir börn 15 ára og yngri og eldri borgara, 67 ára og eldri.
💛 Fyrir leik verður 5. flokkur karla hjá Grindavík hylltur. Liðið náði frábærum árangri á N1 mótinu sem er besti árangur félagsins í því móti frá upphafi.
👕 Stuðningsmenn geta komið saman í samkomusalnum í Gjánni klukkutíma fyrir leik. Þar verða til sölu gamlar Grindavíkurtreyjur fyrir börn og fullorðna. Búningurinn kostar aðeins 2.500 kr.- og tilvalið fyrir stuðningsmenn að næla sér í treyju. Einnig verða til sölu stuttbuxur á 500 kr.- Komum saman og byggjum upp stemmningu fyrir leiknum.
🍔 Grindavík státar sig af einum besta fótboltaborgara landsins og það verður svo sannarlega grillað í kvöld. Hvetjum stuðningsmenn til að mæta snemma og fá sér hamborgara með stuðningsmönnum. Hamborgari og gos á aðeins 1.500 kr.-
📹 Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Aðgangur að útsendingunni kostar aðeins 5 dollara eða um 700 kr.- Ágóðinn af útsendingunni er notaður til að fjármagna tækjakaup hjá GrindavíkTV. Orri Freyr Hjaltalín, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, mun lýsa leiknum ásamt Bjarna Hallfreðssyni. Nálgast má útsendingu hér: https://ungmennafelag-grindavikur.cleeng.com/grindavik-keflavik-lengjudeild-karla-2020/E396091934_IS
Sjáumst á Grindavíkurvelli og styðjum okkar lið til sigurs!
Áfram Grindavík!