Grindavík fékk öflugan liðsstyrk núna um helgina þegar Dominique Bond-Flasza gekk til liðs við félagið. Dominiqe er varnarmaður og kemur til liðs við félagið frá finnska félaginu Aland. Hún lék með liði Tindastóls í Bestu deildinni tímabilið 2021.
Dominique er landsliðskona hjá Jamaíka sem er einnig með pólskt vegabréf. Hún er nú þegar komin með leikheimild og verður í byrjunarliði Grindavíkur gegn Fram í fyrstu umferð í Lengjudeild kvenna í kvöld.
„Það er mjög gott að fá reynslumikinn leikmann í okkar raðir eftir að við misstum Momola í alvarleg meiðsli fyrr á tímabilinu. Dominique þekkir íslenskan fótbolta og mun klárlega styrkja okkar lið fyrir tímabilið sem hefst í kvöld,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Dominique velkomna til félagsins.
Áfram Grindavík!