Kristófer lék í sumar á láni hjá Leikni Reykjavík en alls hefur Kristófer leikið 63 leiki í deildar- og bikarkeppni og skorað í þeim 8 mörk. Kristófer leikur sem vængmaður og lék upp öll yngri landslið Íslands. Hann á að baki 3 leiki með U21 landsliði Íslands.
„Ég er virkilega ánægður að vera orðinn leikmaður Grindavíkur. Ég er mjög spenntur að vera hluti af því metnaðarfulla verkefni sem er að fara af stað hjá félaginu. Grindvíkingar hafa tekið ótrúlega vel á móti mér og ég hlakka til að klæðast gulu og bláu treyjunni,“ segir Kristófer Konráðsson, nýjasti leikmaður Grindavíkur.
„Við höfum fylgst mjög vel með Kristófer síðustu mánuði. Við heilluðumst strax af karkater hans og framkomu. Við vitum að í honum býr frábær knattspyrnumaður sem við vonumst til að springi út með okkar liði á næstu árum. Það er mér mikill heiður að bjóða Kristófer velkominn til félagsins,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Kristófer mun hefja æfingar hjá Grindavík í lok nóvember. Hann hefur undanfarin ár verið við nám í Boston Collage háskólanum en útskrifaðist síðasta vor. Kristófer er því að fara að taka sitt fyrsta undirbúningstímabil á Íslandi í nokkur ár.
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Kristófer Konráðsson hjartanlega velkominn til félagsins og hlökkum við að sjá til hans á Grindavíkurvelli næsta sumar.