Kristín Anítudóttir McMillan hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2022. Kristín er 21 árs gömul og er að snúa á ný á knattspyrnuvöllinn eftir nokkurra ára fjarveru vegna meiðsla.
Hún hefur alls leikið 46 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skorað í þeim þrjú mörk. Hún lék síðast með félaginu tímabilið 2017.
„Það er mikið fagnaðarefni að endurheimta Kristínu inn í okkar leikmannahóp. Kristín er góður leikmaður sem mun styrkja okkar lið í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar. Það sérstaklega ánægjulegt að hún sé búinn að ná sér eftir erfið meiðsli og það verður gaman að sjá hana á ný með Grindavík í sumar,“ segir Petra Rós Ólafsdóttir, formaður kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Kristínu velkomna aftur til félagsins!