KA – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikmenn Grindavíkur eru þessa stundina að stíga í rútuna sem flytur þá til Akureyrar.  Grindavík mætir KA klukkan í 11. umferð 1.deild karla klukkan 18:00

KA situr í áttunda sæti deildarinnar, hafa gert eitt jafntefli og sigrað þrjá í síðustu fjórum leikjum.  Grindavík er eins og allir vita í efsta sæti og gæti þetta orðið spennandi leikur.

Þjálfari KA er Bjarni Jóhannsson sem stýrði Grindavíkurliðinu 2002 og 2003.  Önnur tenging milli liðana er Jóhann Helgason sem lék með KA í yngri flokkum ásamt því að spila með þeim í fyrra.