KA – Grindavík í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins þar sem Grindavík og KA drógust saman.

Aðrir leikir eru:

Selfoss – KB
Afturelding – Fram
Stjarnan – Reynir Sandgerði
KR – Breiðablik
Víkingur Ólafsvík/ÍBV – Höttur
Þróttur – Valur 

Leikirnir fara fram 25.júní og 26.júní

Þetta er þriðji árið í röð sem Grindavík mætir KA í bikarnum.  Í fyrra mættust liðin 25. maí í Boganum á Akureyri þar sem Grindavík sigraði 2-1 með mörkum frá Michael Pospisil.  Grindavík fór einnig norður í 8 liða úrslitin en þá sigraði Þór 2-1.

24.júní 2010 mættust þessi lið í 16 liða úrslitum bikarsins og fór þá KA með sigur af hólmi eftir bráðabana.  Myndin hér að ofan er fengin úr umfjöllun sport.is af leiknum þar sem Jóhann Helgason sést keppa við núverandi samherja sína í KA.