Júlía Ruth Thaspahong hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika áfram með félaginu næstu tvö keppnistímabil eða út tímabilið 2022. Júlía Ruth er 17 ára gömul og er uppalin hjá félaginu.
Hún leikur sem kantmaður og hefur alls leikið 20 leiki fyrir Grindavík og skorað 2 mörk. Hún var í stóru hlutverki hjá liði Grindavíkur sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna í sumar.
Júlía er mikil íþróttamanneskja og var einnig í yngri landsliðum Íslands í körfubolta. Bróðir hennar, Símon Logi, er leikmaður hjá meistaraflokki karla og íþróttir því fyrirferðamiklar í fjölskyldunni.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Júlía Ruth verði áfram hjá félaginu. Hún tók miklum framförum á síðastliðinu tímabili og býr yfir miklum hæfileikum. Við vonumst til að sjá hana í stóru hlutverki í Lengjudeildinni á næsta keppnistímabili.