Júlía Rán gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Júlía Rán Bjarnadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík. Júlía Rán er fædd árið 2007 en hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum. Hún leikur sem bakvörður eða vængmaður.

„Ég er ánægður með að Júlía Rán sé búinn að skrifa undir við samning við okkur hér í Grindavík,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Júlía hefur unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu í vetur þrátt fyrir ungan aldur og spilað frábærlega í stöðu vinstri bakvarðar. Hún skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í meistaraflokki á dögunum í æfingaleik gegn HK með laglegu skoti. Júlía er metnaðarfullur og efnilegur leikmaður sem við Grindavíkingar bindum miklar vonir við í framtíðinni.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa samið við efnilegan leikmann úr uppeldisstarfi félagsins. Hlökkum við til að sjá Júlíu í búningi Grindavíkur í sumar.
Áfram Grindavík!
💛💙