Jósef æfir með Chernomorets Burgas

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Jósef Kr. Jósefsson, íþróttamaður Grindavíkur 2010, er þessa dagana á reynslu hjá búlgarska liðininu PSFC Chernomorets Burgas.

Burgas eða hákarlarnir eins og liðið er oft kallað er 4. sæti í efstu deild en búlgarska deildin er nú í vetrarfríi.

Jósef mun æfa með liðinu í viku og samkvæmt heimasíðu liðsins stóðs hann allar læknisskoðanir og höfðu þeir orð á því að ástand hans væri mjög gott.  

Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldinu en það er kappsmál hjá Jósefi að komast í sem allra besta leikform til að keppa um sæti í U-21 liðinu sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í sumar.