Fyrirtækið Jón & Margeir hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu ára. Jón & Margeir er rógróðið fjölskyldufyrirtæki hér í Grindavík sem hefur sérhæft sig í flutningum, jarðvegsvinnu og einnig kranaþjónustu.
„Það er afar ánægjulegt að fá Jón & Margeir á ný inn sem stuðningsaðila við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta er rótgróið fyrirtæki hér í bæ og það styrkir okkar stöðu að fá öflugan stuðning frá okkar nærsamfélagi,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
„Við hjá Jóni & Margeir erum stolt af því að styðja við okkar félag. Það er unnið gott starf hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur, bæði á sviði barna- og unglinga í bland við kraftmikið afreksstarf. Við erum mjög ánægð með að stutt við starfið með þessum hætti,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns & Margeirs ehf.
Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Jóns & Margeirs ehf. fyrir þeirra öfluga stuðning.
Áfram Grindavík!