Jobbi kominn aftur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Þau gleiðitíðindi hafa borist að Jósef Kristinn Jósefsson er aftur orðinn löglegur leikmaður Grindavíkur

Búlgarska félagið Chernomorets Burgas sem Jósef samdi við í vetur stóð ekki við samninga og hefur alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðað að Jósef sé laus allra mála hjá félaginu.

Þar sem félagskiptaglugginn er lokaður hér á landi þá þurfti samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ einnig að taka málið fyrir sem þeir gerðu í gær og er Jósef því löglegur fyrir leikinn gegn Víking á mánudag.