Grindavík hefur samið við framherjann Jada Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. Jada kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021
„Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem mun valda okkar andstæðingum vandræðum. Jada er virkilega góð viðbót í okkar hóp og væntum við mikils af henni á komandi tímabili,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur.
Jada er væntanleg til Grindavíkur á næstu dögum. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Jada velkomna til félagsins.