Íslandsmeistararnir sigruðu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nýkrýndir íslandsmeistarar í Pepsi deild kvenna, Stjarnan, mætti Grindavíkurliðinu í gær.

Skemmst er frá því að segja að Stjarnan sigraði stórt 7-1.  Stjarnan var 1-0 í hálfleik en með öflugum leik í seinni hálfleik völtuðu gestirnir yfir Grindavík.  Mark Grindavíkur skoraði Shenka Gordon fimm mínútur fyrir leikslok.

Þegar einn leikur er eftir, á móti Fylki 10 september, er staðan þannig að Grindavík á enn þrjú stig í KR en með mun verri markatölu.