ÍBV – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þá er komið að lokaleik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2011.  Grindavík sækir ÍBV heim á laugardaginn klukkan 14:00

Leikmenn Grindavíkur munu fara til eyja í dag.  Er það gert vegna veðurs því á morgun er spáð allt upp í 30 metrum á sekúndu og ekki hægt að taka áhættu á ferðalagi á laugardaginn.

Veðrið einkenndi einnig leik þessara liða í eyjum í fyrra.  Eftir mikinn rokleik endaði Grindavík uppi sem sigurvegari 1-0 þar sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark leiksins í fyrri hálfleik.

Fyrri leikur liðanna í sumar fór 2-0 þannig að möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi þó að liðin séu á ólíkum stað á töflunni.  Málið er einfalt fyrir okkar menn, sigur í leiknum tryggir þeim áframhaldandi veru í efstu deild.

mynd að ofan er frá Eyjafréttir.is