ÍBV – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir ÍBV á Hásteinsvelli í dag klukkan 16:00

ÍBV er í baráttu um Evrópusæti næsta sumar en öll þekkjum við stöðu Grindavíkur.  Leikur þessara liða í fyrra varð sögulegur en með sigri í eyjum bjargaði Grindavík sér frá falli.  Frábært væri að okkar menn enduðu tímabilið á svipuðum nótum og í fyrra, að halda sér upp í fjarlægur draumur en nokkrir sigrar í lokin væri gott veganesti í komandi vetur.

Leikur liðanna í fyrra á Hásteinsvelli endaði 2-0 þar sem Ólafur Örn Bjarnason og Magnús Björgvinsson skoruðu mörk Grindavíkur.

2010 sigraði Grindavík einnig en þá var það Hafþór Ægir Vilhjálmsson sem skoraði eina mark leiksins í miklum rokleik.  Árin þar á undan sigruðu heimamenn.