Helgi hefur áður stýrt Fylki og ÍBV og stýrði báðum félögum upp úr 1. deild karla. Helgi á einnig að baki afar farsælan feril sem leikmaður í atvinnumennsku og sem landsliðsmaður Íslands.
„Ég er afar ánægður að fá Helga til félagsins,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Helgi er kominn með þónokkra reynslu sem þjálfari og sérstaklega í Lengjudeildinni. Við höfum fulla trú á Grindavík muni taka skref í rétta átt með Helga við stjórnvölinn og að liðið muni á komandi tímabilum berjast við að komast upp í Bestu deildina á nýjan leik.“
Helgi mun klára tímabilið sem aðstoðarþjálfari hjá Val og hefja störf hjá Grindavík þann 1. nóvember næstkomandi.
„Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Grindavík. Hér er frábær aðstaða og Grindavík hefur fulla burði til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik,“ segir Helgi Sigurðsson. „Það er rík hefð hjá Grindavík og spennandi kjarni leikmanna til staðar hjá félaginu. Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu.“
Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Helga hjartanlega velkominn til félagsins og væntir við mikils af samstarfinu.
Áfram Grindavík!