Helgi Hafsteinn Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út keppnistímabilið 2025. Helgi Hafsteinn er 15 ára gamall, fæddur árið 2008 og leikur stöðu miðjumanns.
Helgi Hafsteinn er mjög efnilegur leikmaður og var fyrr í sumar á reynslu hjá danska félainu AaB í Álaborg. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árangri Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari í 5. flokki A-liða sumarið 2020.
„Það er mjög ánægjulegt að Helgi Hafsteinn sé búinn að skrifa undir samning við Grindavík til næstu ára. Helgi er afar efnilegur og með mikinn metnað til að ná langt. Ég er þess fullviss að Helgi á fyrir höndum mjög spennandi framtíð í fótboltanum. Ég hlakka til að sjá hann halda áfram að vaxa og dafna með Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Helgi Hafsteinn er sonur þeirra Jóhanns Helgasonar og Margrétar Kristínar Pétursdóttur sem bæði áttu farsælan meistaraflokksferil með Grindavík. Helgi á því ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína.
Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.
Áfram Grindavík!