Haukur Guðberg Einarsson var kjörinn nýr formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur á aukaaðalfundi deildarinnar sem fram fór fimmtudaginn 29. september síðastliðinn. Haukur hefur verið viðloðinn fótboltann í Grindavík um árabil, fyrst sem leikmaður, stuðningsmaður og svo sem sjálfboðaliði. Haukur hefur setið í stjórn deildarinnar undanfarin ár.
Haukur tekur við sem formaður af Gunnari Má Gunnarssyni sem hafði gegnt embætti formanns undanfarin 5 ár. Fleiri breytingar urðu á stjórn deildarinnar því þeir Eiríkur Leifsson og Ingvar Magnússon koma nýir inn í stjórn en Hjörtur Waltersson og Ægir Viktorsson fara úr aðalstjórn deildarnnar en taka sæti í varastjórn.
Mjög góð mæting var í aukaaðalfund deildarinnar í Gula húsinu og sköpuðust góðar umræður um framtíð fótboltans hér í Grindavík.
Stjórn Knattspyrndeildar Grindavíkur 2022/2023
Haukur Einarsson, formaður
Helgi Bogason
Petra Rós Ólafsdóttir
Eiríkur Leifsson
Ingvar Magnússon
Þórhallur Benónýsson
Þorfinnur Gunnlaugsson
Varastjórn
Hjörtur Waltersson
Jóhann Helgason
Steinberg Reynisson
Rúnar Sigurjónsson
Ægir Viktorsson