Seinni leikur Grindavíkur og Fylkis um sæti í Pepsi deild næsta sumar fór fram í dag.
Fyrri leikurinn fór 3-1 fyrir Fylkir og var því á brattan að sækja. Grindavík skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu og var þar á verki Dernelle Mascall. Fylkis liðið er hinsvegar mjög sterkt og tapaði til að mynda ekki nema tveimur stigum í A riðli í sumar. Anna Björg Björnsdóttir skoraði þrjú næstu mörk leiksins og gerði þar með út um Pepsi deildar sæti Grindavík næsta sumar. Margrét Albertsdóttir skoraði eitt mark undir lokin og vann því Fylkir samtals 6-3.
Stelpurnar mega vera stoltar af sumrinu, góð blanda reynslubolta og ungra leikmanna auk þriggja erlendra leikmanna gerði þetta að góðu liði undir stjórn Helga Bogasonar. Næsta verkefni er að halda sem flestum leikmönnum áfram í liðinu og koma því upp í efstu deild að ári.