Guli dagurinn hjá Jóa útherja í Grindavík á fimmtudag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sem kunnugt er skrifaði knattspyrnudeild Grindavíkur undir fjögurra ára samning við íþróttavöruverslunina Jóa útherja í haut.

Um tímamótasamning er að ræða en í fyrsta skipti verður boðið upp á heildar Grindavíkurlínu af íþróttavörum en um er að ræða búninga, ýmsar tegundir af æfingagöllum, upphitunargalla, úlpur og ýmislegt fleira allt merkt Grindavík og í öllum stærðum á afar góðu verði. Í tilefni þess verður GULI DAGURINN á fimmtudaginn í Gula húsinu.

Sú breyting verður varðandi yngri flokka knattspyrnudeildarinnar í sumar að iðkendur í 5., 6. og 7. flokki drengja og stúlkna þurfa að kaupa sinn eigin Grindavíkurbúning, stuttbuxur og sokka til að nota í leikjum líkt og tíðkast hjá nánast öllum öðrum félögum á Íslandi, sem iðkendur eiga þá sjálfir. Í 3. og 4. flokki mun félagið skaffa búninga en iðkendur þurfa sjálfir að kaupa stuttubuxur og sokka.

Næsta fimmtudag frá kl. 17 til 19 munu sölumenn frá Jóa útherja vera í Gula húsinu með sérstakan söludag, GULA DAGINN, þar sem boðið verður upp á góðan afslátt af Grindavíkurvörunum. Þá geta Grindvíkingar komið í Gula húsið og máta Grindavíkurvörurnar og lagt inn pöntun. Grindavíkurvörurnar verða svo að sjálfsögðu til sölu í Jóa útherja.

Íþróttafatnaðurinn kemur frá hollenska íþróttavöruframleiðandanum Stanno sem hefur sérhæft sig í að framleiða knattspyrnuvörur fyrir yngri flokka og grasrótarstarf.